Um okkur

Hótel Geirland

NorðurljósGeirland

Kyrrðin, friðurinn og krafturinn gerir staðsetningu hótelsins einstaka. Persónuleg þjónusta eru einkunnarorð okkar og leggur allt okkar starfsfólk metnað sinn í að  gera heimsóknina sem eftirminnilegasta.

 

Hótel býður upp á 40 herbergi og svefnpokpláss. Veitingahúsið okkar leggur metnað sinn í að bjóða upp á úrvals mat. Skyrtertuna hennar Erlu þarf svo vart að kynna enda orðin landsfræg fyrir gæði og gott bragð. Öll herbergin hafa sér baðherbergi og kaffi og te aðstöðu. Við bjóðum svo gestum okkar upp á frítt þráðlaust WIFI internet .

 

Í næsta nágrenni er svo sundlaug með heitum pottum, veiði  og síðast en ekki síst stórbrotin náttúra sem bíður upp á margar mismunandi gönguleiðir með erfiðleikastigi fyrir alla.

 

Við erum staðsett 2 km frá þjóðvegi 1, 277 km frá Reykjavík og 202 km frá Höfn

 

Geirland á Síðu

 

b0dc6b121f074d3

Geirland á Síðu er landnámsjörð.  Þar namland Eysteinn hinn dygri, sem kominn var af Sunnmæri í Noregi. Bærinn Geirland stendur undir heiðarbrúninni skammt vestan Geirlandsár, sem er bergvatnsá. Áin hefur flæmst um landið syðst og valdið töluverðum landsspjöllum.


Geirlandsá kemur af vesturhálendi Kaldbaks . Í henni er Fagrifoss örskammt fyrir neðan leiðina að Laka. Áin skipti mörkum milli Hörgslands- og Kirkjubæjarhrepps áður en þeir voru sameinaðir 1990. Í katólskum sið var bænhús á Geirlandi.

Á Geirlandi bjó á síðustu öld , 1935-1984, Sigfús H. Vigfússon einn hinna landskunnu skaftfellsku túrbínusmiða. Sigfús reisti 32 vatnsaflsstöðvar, þar af 26 í Vestur-Skaftafellssýslu. Geirland er um 3 km frá þjóðveginum, svo að þaðan er mjög stutt að heimsækja sögustaði nágrennisins. Skammt fyrir vestan Geirland eru Kleifar, hinn forni þingstaður hreppanna þar sem Strákalækur dettur snoturlega fram af heiðarbrúninni. Þar var síðast þingað árið 1916.

b35e9a88d5175f10

Vestan þingstaðarins fellur áin Stjórn  og myndar Stjórnarfoss, þar sem hún rennur fram úr gljúfrinu. Rétt vestan við ána er hið svonefnda kirkjugólf, en þar sér ofan á stuðlaberg, sem l
 

Geirland er opið allt árið um k ring.


Hótelstjóri er Rebecca Dunning-Dawes

Aðstoðarhótelstjóri er Linda Agnarsdóttir

 

Fridur og frumkraftar