Ferðir og Nágrenni

nagrenni-3

 

Nágrenni hótelsins 

Í nágrenni hótelsins er náttúrufegurð mikil og veðurfar milt. Náttúru- og útivistarunnendum bjóðast nær óþrjótandi möguleikar á lengri eða skemmri ferðum. Starfsfólkið er ávallt reiðubúið að aðstoða ferðalanga við að panta í skipulagðar ferðir.

Af áhugaverðum stöðum má nefna Systrastapa, Systravatn, Landsbrotshóla, Fjarðarárgljúfur og Dverghamra. Á sumrin er boðið upp á dagsferðir með leiðsögn á heilmarga staði.

 

Ferðir frá Geirlandi

 

Skeiðarársandur 
Ekið er út á Skeiðarársand og stoppað þar. Möguleiki er á ferð í Skaftafell á leiðinni til baka.

nagrenni-1

 

Lakagígar
Ekið frá Kirkjubæjarklaustri, inn í Lakagíga og dvalið þar í u.þ.b. 3 klukkustundir. Lakagígar eru um 25 km löng gígaröð á Síðumannaafrétti en þeir gusu 1783. Gígarnir eru úr svörtu og rauðu gjalli, hraunkleprum og hraunsteypu. Gígarnir eru flestir 20 til 50 metra háir en þeir stærstu ná um 100 metra hæð.

 


Núpsstaðaskógur
Ekið frá Klaustri að morgni og gera má ráð fyrir að þessi ferð taki allt upp í 8 tíma. Núpsstaðaskógur er fagurt kjarrlendi í hlíðum Eystrafjalls fyrir vestan Skeiðarárjökul. Skammt er til Súlutinda sem rísa ægibrattir vestan Skeiðarárjökuls. Í ferðinni er hægt að fara upp á Kálfstind en þar verður að handstyrkja sig upp á festi sem liggur upp klettabeltið.

 

Skaftafell - Jökulsárlón 
Ekið frá Klaustri í Skaftafell þar sem gengið er um í þjóðgarðinum og m.a. upp að Svartafossi. Síðan er ekið austur Öræfasveit að Jökulsárlóni þar sem hægt er að fara í siglingu á Lóninu.


Ingólfshöfði  nagrenni-4 Ekið frá Klaustri að Hofsnesi þar sem Sigurður bóndi tekur við hópnum og flytur hann út í Ingólfshöfða. Einnig er hægt að hafa viðdvöl í Skaftafelli og á Jökulsárlóni. 

Kirkjubæjarklaustur
Er í 3km fjarlægð og er næsti þéttbýliskjarni.

Göngu og skoðunarferðir
Daglegar skoðunarferðir yfir sumarið meðal annars í Laka, Eldgjá , Landmannalaugar og Skaftafell. Gönguleiðir. Geirland er 2 km frá þjóðvegi 1.

 

 

Dagsferð að Langasjó

 

Í þessari ferð færðu að líta hið stórbrotna landsvæði við Langasjó. Á leiðinni er stoppað í Hólaskjóli (gengið upp að fossinum) og Eldgjá. Við Langasjó verður keyrður hringur með nokkrum stoppum (t.d í Skælingum) þar sem gengið verður um.

Langisjór Langisjór1 Langisjór3 Langisjór5

Athugið: Nauðsynlegt er að taka með sér gönguskó og regnfatnað.

 

Upplýsingar um ferð:

Frá 1. júlí

Ferðir á: Þrí • Fim • Lau • Sun

Verð: ca. 30.000 kr á mann

 

Hellaferðir

 

Í þessari ferð verður Skaftáreldahraun skoðað nánar þar sem m.a verða skoðaðir fjórir hellar og hraungöng. Gengið verður 5-9 km, allt eftir veðri, yfir svæðið og að fossi.

Athugið: Nauðsynlegt að hafa með sér góða gönguskó, regnföt og hanska því gengið verður yfir hrjúft landslag. Til að skoða hellana er sumstaðar nauðsynlegt að geta skriðið á fjórum. Ekki er mælt með þessari ferð fyrir börn yngri en 12 ára.

Hjálmar og vasaljós verða skaffaðir.

Hellir1 hellir2 Hellir3 Hellir4

 

Upplýsingar um ferð:

Frá 21. júní

Ferðir á: Mán • Mið • Fös

Verð: ca. 16.000 kr á mann (100 evrur)

 

bill1 foss1

 

Lagt af stað klukkan 9 frá bensínstöðinni á Klaustri.

Ferðatími: 8-9 klst.

Minnst 2, mest 9  manns.

Hádegisverður og hressing er ekki innifalið. Við ásetjum okkur þann rétt að hætta við ferðir sökum veðurs eða ástands á vegum.

 

FMS_ferdaskipuleggjandi

Vinsamlegast bókið:

487-4677

geirland@centrum.is

 

Fridur og frumkraftar